Fjölmargir leikir í boltanum í kvöld
Fjölmargir knattspyrnuleikir fara fram í dag og verður m.a. leikin heil umferð í Landsbankadeild kvenna. Keflavíkurkonur taka á móti Breiðablik kl. 19:15 á Keflavíkurvelli en með sigri í kvöld geta Keflavíkurkonur komist tveimur stigum upp fyrir Blika.
Keflavík er í 5.
Heil umferð fer einnig fram í 1. deild karla þar sem topplið Grindavíkur mætir Fjölni í Grafarvoginum. Njarðvíkingar mæta ÍBV á Hásteinsvelli í Eyjum en Eyjapeyjar hafa verið í fluggír í síðustu leikjum og burstuðu Reyni Sandgerði 10-0 í
Einnig verða nokkrir leikir í 3. deild karla. GG frá Grindavík tekur á móti KV kl. 20:00 á Grindavíkurvelli og Víðismenn mæta Augnablik kl. 20:00 á Versalavelli.