Fjölmargir kepptu á KFC-móti Njarðvíkur
KFC-mót Njarðvíkur var haldið í Reykjaneshöllinni í lok janúar og febrúar en mótið dreifðist á þrjár helgar enda mættu í kringum 1.200 iðkendur frá ýmsum félagsliðum á landinu.
Mótið og heppnaðist mjög vel en spilað var í 5., 6., 7. og 8. flokki karla og kvenna. Allir skemmtu sér vel og fóru glaðir heim en Njarðvíkingar hafa haldið þetta mót frá opnun Reykjaneshallar.