Íþróttir

Fjölmargir Keflvíkingar í landsliðinu
Mánudagur 1. september 2014 kl. 09:01

Fjölmargir Keflvíkingar í landsliðinu

Um helgina voru nýju landsliðsþjálfarar Íslands í tækni með úrtökur fyrir landsliðin og undirbúningshópa landsliðsins. Þjálfararnir eru systurnar Edina (yfirþjálfari) og Lisa Lents (aðstoðarþjálfari). Þær eru frá Danmörku og eiga langan og árangursríkan feril sem keppendur og alþjóðlegir dómarar. Keflvíkingar voru með marga iðkendur sem reyndu að komast inn og að lokum komust 11 í landsliðshópinn og 10 í Talent Team. Hópinn má sjá hér að neðan

Tækni eða poomsae eins og það heitir á kóresku er önnur af tveimur aðalkeppnisgreinum taekwondo, en hin er ólympískur bardagi. Í tækni þá er keppendum gefin einkun eftir hversu nákvæmlega og vel þeir framkvæma ákveðna samsetningu bardagahreyfinga.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Samtals tóku rúmlega 80 manns þátt í úrtökunum á föstudag og komust að lokum 28 í landsliðið en einnig var valið í undirbúningshóp eða svokallað "Talent Team" sem mun vinna markvisst að því að komast í landsliðið síðar meir.

 Landslið
Ágúst Kristinn Eðvarðsson
Daníel Aagaard-Nilsen Egilsson
Adda Paula Ómarsdóttir
Ástrós Brynjarsdóttir
Sverrir Örvar Elefsen
Svanur þór mikaelsson
Ægir Mar Baldvinsson
Karel Bergmann Gunnarsson
Helgi Rafn Guðmundsson
Kristmundur Gíslason
Kolbrún Guðjónsdóttir
Daníel Arnar Ragnarsson

Talent Team

Jón Steinar Mikaelsson
Kolbrún María Sigurðard
Jónas Guðjón Óskarsson
Sunneva Eldbjörg Sigtryggsdóttir
Guðjón Steinn Skúlason
Eyþór Jónsson
Patryk Snorri Ómarsson
Ævar Týr Sigurðarson
Bjarni Júlíus Jónsson
Ólafur Þorsteinn Skúlason