Fjölmargir á iði í Reykjaneshöllinni
Átakið Suðurnes á iði er nú hálfnað. Um helgina kom saman hópur fólks í Reykjaneshöllinni og tók þátt í skemmtilegri hreyfingu. Sumir eru komnir vel af stað, en aðrir hafa ekki enn drifið sig af stað. Eins og við höfum sagt áður, þá er aldrei of seint að drífa sig af stað. Þú getur komið með í næstu mælingu, þrátt fyrir að þú hafir ekki tekið þátt frá upphafi. Komdu við í næstu sundlaug og náðu þér í skráningarspjald, segir í pistli frá umsjónarfólki átaksins.Eftirfarandi pistill birtist í Víkurfréttum sl. fimmtudag:
Þegar hreyfingin er orðin hluti af daglegri rútínu er það góð leið að góðum lífsstíl. Matur er okkar hjartans mál, án fæðu getum við ekki lifað ! Ein megin orsök hjarta og æðasjúkdóma er óhollt matarræði. Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem borða feitan og trefjasnauðan mat er mun hættara við kransæðasjúkdómum. Mikil neysla á fitu-og sykurríkri fæðu leiðir til fitusöfnunar. Í okkar hraða samfélagi hefur það leitt af sér minni tíma er eytt í eldamennskuna. Oft er gripið það sem næst er hendi og lítið spáð í það hvert innihaldið sé. Þessu þarf að breyta. Okkur á aldrei að vera sama um það sem við setjum ofan í okkur. Við viljum ekki setja óhreint bensín á fína bílinn okkar, af hverju í ósköpunum ættum við því að næra líkama okkar með “draslfæði" ? Gefum okkur smá tíma til að kíkja inn í ískápinn þinn.
Skoðaðu vel hvað hann geymir. Gætir þú breytt einhverju ? Byrjaðu á því að fylla ávaxtaskúffuna og grænmetisgeymsluna og keyptu inn fituminni mjólkurafurðir. Þetta er ekki mikil breyting, en mundu að góðir hlutir gerast hægt. Öfgar eru aldrei af hinu góða!
Strangir megrunarkúrar er alls ekki lausnin í baráttunni við aukakílóin. Öllum þykir okkur gott að borða, það heldur það engin út til lengdar að sneiða fram hjá öllu “óæskilegu"! Betra er að taka upp hollar matarvenjur dagsdaglega, undantekningar eru alltaf fyrir hendi. Það er ekkert sem segir að þú eigir að hætta alveg að fá þér t.d. vínarbrauð sem inniheldur yfir 50% af fitu, þú bara færð þér það sjaldnar ! Manstu eftir slagorðinu “Borðaðu 5 ávexti og grænmeti á dag" það er ágætt að festa þessa setningu inn í huga sér og fara eftir henni. Það er nokkuð öruggt að aðeins með því að auka vatnsdrykkju, borða oftar daglega grænmeti eða ávexti og að hreyfa sig reglulega skilar góðum árangri, þrátt fyrir að þú “fallir" annað slagið í súkkulaðiát eða annað slíkt. Vertu bara fljót/ur að koma þér upp á fæturnar aftur og áfram með þig. Ekki gefast upp, þrátt fyrir að á móti blási ! Varastu að borða of lítið ! Ef þú ætlar að losa þig við einhver aukakíló máttu alls ekki borða minna en 1200 he. á dag. Að sjálfsögðu fer það eftir aldri, kyni og stærð hversu mikið er nóg. En þumalputtaregla er sú að minnst 1200 he. fyrir konur og 1500 he. fyrir karla. Mjög margir gera sér engan vegin grein fyrir því hversu miklu þeir innbyrða yfir daginn. En hér sérðu t.d. ágætis dag sem inniheldur um 1500 he.
Morgunmatur:
Gróft morgunkorn 3 dl.
Undanrenna 2,5 dl.
Ávöxtur
Hádegisverður:
Ávaxtaskyr 200 gr.
2 brauðsneiðar grófar
2 tsk. Klípa
Skinkusneið
Grænmeti
1 glas af ávaxtasafa
Kaffi:
Ávöxtur eða safi
Flatkaka með klípu og létt hangiáleggi
Kvöldverður:
Fiskur eða fitulítið kjöt 150 gr.
Kartöflur/pasta eða
hrísgrjón 2-3 dl.
Grænmeti að vild!
1 glas undanrenna
Kvöldhressing:
20-25 vínber eða annar ávöxtur.
Borðaðu fjölbreytt og oft á dag eða 4-6x, en lítið í einu. Skerðu fituna frá kjötinu. Smurðu þunnu lagi. Veldu fitulítið álegg. Minnkaðu neyslu á sætabrauði og sælgæti, allt
er best í hófi ! Endalaust er hægt að fjalla um matarræði og mikið hefur verið ritað um það. Vertu dugleg/ur að afla þér upplýsinga og gerðu kröfur á þá fæðu sem þú leggur þér til munns. Við viljum benda þér á vefinn www.matarvefurinn.is þar sem þú getur fengið hinar ýmsu upplýsingar tengdar góðri fæðu, fullt af uppskriftum, þú getur látið reikna út fyrir þig hversu mikið þú innbyrðir yfir daginn og hvernig dagurinn
lítur út.
Góða skemmtun!
Minnispunktar vikunnar!
Sneiddu fram hjá fitu og sykurríkri fæðu!
Gefðu þér tíma!
Öfgar eru aldrei af hinu góða!
5 ávexti og grænmeti á dag!
Veldu rétt!
Þegar hreyfingin er orðin hluti af daglegri rútínu er það góð leið að góðum lífsstíl. Matur er okkar hjartans mál, án fæðu getum við ekki lifað ! Ein megin orsök hjarta og æðasjúkdóma er óhollt matarræði. Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem borða feitan og trefjasnauðan mat er mun hættara við kransæðasjúkdómum. Mikil neysla á fitu-og sykurríkri fæðu leiðir til fitusöfnunar. Í okkar hraða samfélagi hefur það leitt af sér minni tíma er eytt í eldamennskuna. Oft er gripið það sem næst er hendi og lítið spáð í það hvert innihaldið sé. Þessu þarf að breyta. Okkur á aldrei að vera sama um það sem við setjum ofan í okkur. Við viljum ekki setja óhreint bensín á fína bílinn okkar, af hverju í ósköpunum ættum við því að næra líkama okkar með “draslfæði" ? Gefum okkur smá tíma til að kíkja inn í ískápinn þinn.
Skoðaðu vel hvað hann geymir. Gætir þú breytt einhverju ? Byrjaðu á því að fylla ávaxtaskúffuna og grænmetisgeymsluna og keyptu inn fituminni mjólkurafurðir. Þetta er ekki mikil breyting, en mundu að góðir hlutir gerast hægt. Öfgar eru aldrei af hinu góða!
Strangir megrunarkúrar er alls ekki lausnin í baráttunni við aukakílóin. Öllum þykir okkur gott að borða, það heldur það engin út til lengdar að sneiða fram hjá öllu “óæskilegu"! Betra er að taka upp hollar matarvenjur dagsdaglega, undantekningar eru alltaf fyrir hendi. Það er ekkert sem segir að þú eigir að hætta alveg að fá þér t.d. vínarbrauð sem inniheldur yfir 50% af fitu, þú bara færð þér það sjaldnar ! Manstu eftir slagorðinu “Borðaðu 5 ávexti og grænmeti á dag" það er ágætt að festa þessa setningu inn í huga sér og fara eftir henni. Það er nokkuð öruggt að aðeins með því að auka vatnsdrykkju, borða oftar daglega grænmeti eða ávexti og að hreyfa sig reglulega skilar góðum árangri, þrátt fyrir að þú “fallir" annað slagið í súkkulaðiát eða annað slíkt. Vertu bara fljót/ur að koma þér upp á fæturnar aftur og áfram með þig. Ekki gefast upp, þrátt fyrir að á móti blási ! Varastu að borða of lítið ! Ef þú ætlar að losa þig við einhver aukakíló máttu alls ekki borða minna en 1200 he. á dag. Að sjálfsögðu fer það eftir aldri, kyni og stærð hversu mikið er nóg. En þumalputtaregla er sú að minnst 1200 he. fyrir konur og 1500 he. fyrir karla. Mjög margir gera sér engan vegin grein fyrir því hversu miklu þeir innbyrða yfir daginn. En hér sérðu t.d. ágætis dag sem inniheldur um 1500 he.
Morgunmatur:
Gróft morgunkorn 3 dl.
Undanrenna 2,5 dl.
Ávöxtur
Hádegisverður:
Ávaxtaskyr 200 gr.
2 brauðsneiðar grófar
2 tsk. Klípa
Skinkusneið
Grænmeti
1 glas af ávaxtasafa
Kaffi:
Ávöxtur eða safi
Flatkaka með klípu og létt hangiáleggi
Kvöldverður:
Fiskur eða fitulítið kjöt 150 gr.
Kartöflur/pasta eða
hrísgrjón 2-3 dl.
Grænmeti að vild!
1 glas undanrenna
Kvöldhressing:
20-25 vínber eða annar ávöxtur.
Borðaðu fjölbreytt og oft á dag eða 4-6x, en lítið í einu. Skerðu fituna frá kjötinu. Smurðu þunnu lagi. Veldu fitulítið álegg. Minnkaðu neyslu á sætabrauði og sælgæti, allt
er best í hófi ! Endalaust er hægt að fjalla um matarræði og mikið hefur verið ritað um það. Vertu dugleg/ur að afla þér upplýsinga og gerðu kröfur á þá fæðu sem þú leggur þér til munns. Við viljum benda þér á vefinn www.matarvefurinn.is þar sem þú getur fengið hinar ýmsu upplýsingar tengdar góðri fæðu, fullt af uppskriftum, þú getur látið reikna út fyrir þig hversu mikið þú innbyrðir yfir daginn og hvernig dagurinn
lítur út.
Góða skemmtun!
Minnispunktar vikunnar!
Sneiddu fram hjá fitu og sykurríkri fæðu!
Gefðu þér tíma!
Öfgar eru aldrei af hinu góða!
5 ávexti og grænmeti á dag!
Veldu rétt!