Fjögur Suðurnesjalið leika í annarri umferð bikarsins
Fjögur Suðurnesjalið verða á fullri ferð í annarri umferð Borgunarbikarsins í knattspyrnu sem fram fer í dag og á morgun. Njarðvíkingar ríða á vaðið af Suðurnesjaliðunum og fara í kvöld í heimsókn í Breiðholtið og leika gegn Leikni Reykjavík.
Á morgun taka heimamenn í Ægi í Þorlákshöfn á móti Grindvíkingum. Þjálfari Ægis er Grindvíkingurinn Alfreð Elías Jóhannsson og mun hann þar með mæta sínu gamla félagi. Denis Sytnik gæti leikið sinn fyrsta leik með Grindvíkingum á morgun en hann gekk formlega til liðs við félagið í dag.
Þorsteinn Gunnarsson stýrir sínum fyrsta heimaleik þegar Þróttur Vogum mætir Hómer annað kvöld. Þróttur á góðan möguleika á að komast í 32-liða úrslit sem væri frábær árangur hjá Vogamönnum.
Lærisveinar Atla Eðvaldssonar í Reyni Sandgerði eiga heimaleik gegn Grundarfirði á N1-vellinum í Sandgerði. Reynir tapaði fyrsta leik sínum í gegn Dalvík/Reyni og vilja eflaust bæta fyrir það með sigri á morgun.