Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fjögur lið frá Reykjanesbæ á Scania Cup
Þriðjudagur 18. mars 2008 kl. 13:14

Fjögur lið frá Reykjanesbæ á Scania Cup

Í dag halda þrjú lið frá Keflavík og eitt lið frá Njarðvík í yngri flokkum á körfuboltamótið Scania Cup sem fram fer ár hvert í Svíþjóð. Mótið fer fram í Södertälje þar sem 8. flokkur Keflavíkur í kvennaflokki og stelpu- og strákarflokkar Keflavíkur í 9. flokki verða á meðal þátttakenda. Þá mun 10. flokkur Njarðvíkur einnig taka þátt í mótinu.
 
Segja má að Scania Cup sé Norðurlandamót yngri flokka í körfubolta enda er einungis sterkustu liðum Norðurlanda boðið að senda lið á mótið. Til að íslensk lið geti tekið þátt þurfa þau að vera Íslandsmeistarar. Karlalið sem hafna í öðru sæti á Íslandsmóti mega þó senda lið. Í ár eru 134 lið skráð til leiks í sex aldursflokkum, 62 kvennalið og 72 karlalið. Mótið hefst á fimmtudag og lýkur á sunnudag og verður spennandi að sjá hvernig liðin koma til með að standa í samanburði við jafnaldra sína á þessu sterka móti. 
 
Fréttaflutningur af gengi Reykjanesbæjarliðanna verður á heimasíðum félaganna á www.umfn.is og www.keflavik.is
 
VF-Mynd/ [email protected]8. flokkur hjá Keflavík í kvennaflokki fagnaði Íslandsmeistaratitlinum á dögunum en þær verða í fullu fjöri í Svíþjóð um páskahelgina.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024