Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjögur lið buðu í Magnús
Fimmtudagur 17. febrúar 2005 kl. 11:41

Fjögur lið buðu í Magnús

Magnús Þorsteinsson, knattspyrnumaður úr Keflavík sem hefur gengið til liðs við Grindavík, segir þrjú önnur lið hafa borið víurnar í sig, tvö í úrvalsdeild og eitt í fyrstu deild.
Magnús sagði í samtali við Víkurfréttir að honum hafi fundist sem hann ætti ekki framtíð í Keflavíkurliðinu meðan Guðjón Þórðarson væri við stjórnvölinn. Það hafi komið berlega í ljós í samræðum hans við þjálfarann.
„Ég hlakka bara til þess að ganga til liðs við Grindavík. Þetta er spennandi verkefni og flottur klúbbur," sagði Magnús og bætti því við að ekki væri verra að hitta þar fyrir sinn gamla læriföður, Milan Stefán Jankovic, sem er nú þjálfari Grindavíkur.
„Þeir höfðu samband við mig og ég setti hin liðin í biðstöðu á meðan ég gekk ræddi við Grindavík. Ég ber hins vegar engan kala til neins og vil þakka öllum fyrir árin sem ég var hjá Keflavík."
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024