Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 19. mars 2004 kl. 18:54

Fjögur gullverðlaun hjá sundfólki ÍRB

Sundfólk ÍRB stóð sig virkilega vel í dag á fyrsta úrslitahluta Innanhússmeistaramóts Íslands 2004 sem fer fram í Vestmannaeyjum.

Erla Dögg Haraldsdóttir gerði sér lítið fyrir og bætti stúlknametið í 200m fjórsundi um 1 sekúndu þegar hún synti á 2:19,13.
Þá sigraði Örn Arnarson örugglega í 50m flugsundi (24,34) og 50m skriðsundi (23,02) og Hilmar Pétur Sigurðsson sigraði í 1500m skriðsundi á tímanum 16:39,06.
ÍRB nældi sér einnig í tvö verðlaun í boðsundgreinum þar sem karlasveitin sigraði með yfirburðum í 4*200m skriðsundi á tímanum 7:56,08 og kvennasveitin í 4*200 m skriðsundi krækti sér í bronsverðlaun á tímanum 8:54,84.

Mótið stendur fram á sunnudag, en fylgist með fréttum af gengi ÍRB á vef Víkurfrétta.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024