Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 12. maí 2002 kl. 19:12

Fjármálastjóri Bláa Lónsins er rallökumaður

Mörgum starfsmönnum Bláa Lónsins brá heldur betur í brún þegar Björn Ragnarsson, fjármálastjóri Bláa Lónsins mætti til vinnu á föstudagsmorgun með miklum látum. Þegar betur var að gáð kom í ljós að Björn var akandi á 300 hestafla Ford Escort sem er sérútbúin sem rallýbíll. Björn er aðstoðarökumaður Gunnars Viggósonar en Íslandsmótið í rallakstri fór fram á Reykjanesi nú um helgina.
Björn sagðist í samtali við blaðamann Víkurfrétta stefna á að hann og Gunnar næðu þriðja sæti í lok tímabilsins en það hefur verið algjör einokun á íslandsmeistartitlinum undanfarin ár. Feðgarnir Rúnar Jónsson og Jón Ragnarsson hafa verið að vinna allar keppnir, en nú hefur Jón hætt keppni og Baldur sonur hans tekið við stöðu föður síns. "Já, þeir eru alltaf efstir, en allt getur gerst í þessu" sagði Björn Ragnarsson fyrir keppnina. Björn og Gunnar nældu sér í annað sætið í keppninni um helgina og verður fróðlegt að fylgjast með gangi mála hjá þeim félögum í sumar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024