Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fjarðarbyggð vann Keflavík í Lengjubikarnum
Kristján og félagar hans töpuðu fyrir Austurbyggð.
Mánudagur 2. mars 2015 kl. 07:30

Fjarðarbyggð vann Keflavík í Lengjubikarnum

Keflvíkingar heimsóttu Fjarðarbyggð í 3. umferð Lengjubikarsins í knattspyrnu í gær og töpuðu óvænt fyrir Austfirðingunum.

Fyrri hálfleikur var mjög fjörugur en heimamenn komust í 2-0 á fyrstu 12 mínútum leiksins með tveimur mörkum frá Brynjari Jónassyni, það seinna úr  vítaspyrnu.  Keflvíkingar  lögðu þó ekki árar í bát og tókst að jafna leikinn fyrir hálfleik en það var hinn 19 ára Leonard Sigurðsson sem að skoraði bæði mörk liðsins. það fyrra á 19 mínútu og jöfnunarmarkið 10 mínútum fyrir hálfleik.

Fjarðarbyggð reyndist þó sterkari í síðari hálfleiknum og Hákon Þór Sófusson skoraði sigurmarkið á 61. mínútu leiksins

Keflvíkingar sitja sem stendur í 2. sæti riðilsins með 6 stig eins og Fjarðarbyggð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024