Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fitnesskóngarnir af Suðurnesjum
Fimmtudagur 22. nóvember 2007 kl. 18:00

Fitnesskóngarnir af Suðurnesjum

Suðurnesjamennirnir Sævar Ingi Borgarsson og Jakob Már Jónharðsson gerðu góða hluti á Íslandsmeistaramótinu í Icefitness sem fór fram í Laugardalshöll um síðustu helgi.


Sævar hampaði sjálfum Íslandsmeistaratitlinum eftir að hafa unnið með glæsibrag og setti ný met í bæði upphífingum og dýfum, sem og í hraðaþrautinni. Þá var hann annar í samanburðinum og hafði yfirburðasigur.


„Það má segja að tímaþrautin hafi tryggt mér sigurinn," sagði Sævar í samtali við Víkurféttir. „Þegar ég fór í brautina var ég búinn að ímynda mér að ég gæti verið í 2. eða 3. sæti í samanburðinum. Ég þurfti þá að vinna þrautina og jafnvel að treysta á að meistarinn frá í fyrra yrði nokkuð fyrir neðan mig. Það gekk eftir, hann var í sjötta sæti og ég setti nýtt met."


Hann segist enn eiga mikið inni því metið hans í samanlögðum upphífingum og dýfum er 116 en hann hefur tekið 138 á æfingum.


Sævar er ekki ókunnugur Fitnessinu, en hefur undanfarin ár einbeitt sér að kraftlyftingum. „Það eru 4 ár síðan ég keppti síðast. Ég ætlaði að hvíla mig á fitnessinu því ég þurfti að bæta mig í samanburðinum. Því fór ég út í kraftlyftingar, til að þroska skrokkinn aðeins betur. Þáð áttu að vera tvö ár sem urðu fjögur en nú er ég kominn aftur í þetta."


Sævar hyggst ekki keppa í fitness á næstunni. „Ég verði kannski með á Íslandsmótinu í bekkpressu í janúar, en ef ég verð góður af bakmeiðslum verð ég kannski með aftur á næsta hausti. Það er hins vegar ekki ráðið, ég á eftir að skoða það betur."

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024