Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fiskiréttahlaðborð Knattspyrnudeildar Njarðvíkur
Föstudagur 29. apríl 2005 kl. 17:13

Fiskiréttahlaðborð Knattspyrnudeildar Njarðvíkur

Í kvöld fer fram hið árlega fiskiréttahlaðborð Knattspyrnudeildar Njarðvíkur. Veislan fer fram í Stapa og hefst kl.20:00 en Haraldur Helgason veitingamaður mun sjá um matseldina.

Fiskiréttahlaðborðið er liður í fjáröflunarstarfi knattspyrnudeildarinnar fyrir komandi átök í sumar. Boðið verður upp á létta og skemmtidagskrá ásamt kynningu á leikmönnum Njarðvíkurliðsins í sumar og leikmönnum annars flokks félagsins.
Aðgangseyrir er kr. 2500,- og eru stuðningsmenn ásamt öðrum velunnurnum hvattir til þess að kíkja á fiskiréttahlaðborðið í kvöld. Hægt er að tryggja sér miða hjá eftirtöldum aðilum:

Andrés / 863 0751
Guðmundur / 862 0360
Leifur / 862 6905
Ólafur / 898 2264
Thór / 899 4014
eða á skrifstofu deildarinnar
421 1160 / 862 6905

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024