Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Firmakeppni knatttspyrnudeildar Grindavíkur og Lýsis 2009
Föstudagur 11. desember 2009 kl. 18:30

Firmakeppni knatttspyrnudeildar Grindavíkur og Lýsis 2009

Hin einstaka firmakeppni knattspyrnudeildar Grindavíkur og UMFG fer fram 30. desember nk. í íþróttahúsinu. Firmakeppnin hefur verið fastur liður síðan 1986 og hafa margir kunnir kappar spila á mótinu í gegnum tíðina. Síðast mættu 17 lið og um 600 áhorfendurá keppnina sem er ómissandi liður milli jóla og nýárs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Skráning á mótið í ár er hafin. Senda skal skráningu á [email protected]. Verð pr. lið er 25.000 kr. Aðeins má nota tvo meistaraflokksmenn í hverju liði líkt og undanfarin ár. Skráningu á mótið lýkur 28. desember.

Á síðasta móti var það Gróa sem sigraði Jaxlinn í úrslitaleik 4-2. Í liði Gróu voru margir snjallir kappar á borð við Scott Ramsey, Marco Valdimar Stefánsson og Alexander Veigar Þórarinsson sem skoraði þrennu í úrslitaleiknum.

Mynd: Gróa, sigurliðið í firmakeppninni í fyrra.