Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 10. desember 1998 kl. 22:28

FINNST ÞEIM KLAKINN KALDUR?

Á hverju tímabili eru einhverjir erlendir leikmenn á mála hjá körfuknattleiksliðum landsins sendir heim vegna frammistöðu- eða hegðunarvanda en nú virðist þeim hafa fjölgað sem yfirgefa liðin af persónulegum ástæðum í fullri sátt við forráðamenn liðanna. Sú staðreynd að enn hefur ekki komið til þess að slakir leikmenn yfirgefi lið sín undir þessum formerkjum er vísbending um að ekki er um dulbúinn brottrekstur að ræða. Oft hefur einhver fjölskylduharmleikur verið á bakvið brottförina en stundum, t.d. hjá Mechelle Murray, er slíkt ekki borið fyrir og læðist að blm. sá grunur að í þessum tilfellum nenni leikmennirnir einfaldlega ekki að gista klakann yfir háveturinn eða finnist gæði deildanna ekki þess virði að hanga eftir laununum sem ekki eru neitt stórkostleg.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024