Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

„Finnst ég eiga heima í þessum hóp,“ segir Magnús Þór Gunnarsson
Fimmtudagur 9. júní 2011 kl. 11:16

„Finnst ég eiga heima í þessum hóp,“ segir Magnús Þór Gunnarsson

- Hefur verið fyrirliði síðan 2004

Það kom kannski mörgum á óvart að Magnús Þór Gunnarsson, stórskytta úr Keflavík skildi vera skilinn eftir í kuldanum þegar nýr landsliðsþjálfari valdi fyrsta æfingarhóp sinn fyrir Norðurlandamótið í körfubolta. Ekki var pláss fyrir Magnús í 22. manna hóp Peter Öqvist en Magnús sjálfur sem hefur ekki misst úr landsleik síðan árið 2002 og hefur verið fyrirliði landsliðsins síðan 2004 segir að þetta hafi komið sér á óvart.

„Já það kom mér náttúrlega á óvart. Mér fannst ég enda tímabilið vel með Keflavík og verð því að segja að þetta var óvænt.“

Bjóstu við því að vera valinn?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Auðvitað langaði mig að vera valinn, og jú auðvitað bjóst ég við því að vera valinn. Mér finnst ég eigi heima í hópnum.“

Magnús segist jafnframt enn hafa fullan metnað til þess að leika fyrir Ísland. „Já maður er bara stoltur af því að leika fyrir Íslands hönd og það er alltaf mjög gaman að spila með þessum strákum í landsliðinu,“ segir Magnús.

„Þetta er auðvitað ákveðið markmið fyrir mig persónulega, að komast aftur í liðið og sýna þessum nýja þjálfara að ég eigi bara skilið að vera í þessu landsliði. Við erum byrjaðir að sprikla hérna í Keflavík og ég og Sigurður (Ingimundarsson) erum á ágætis róli fyrir næsta tímabil.

Er eitthvað sem kemur þér á óvart í sambandi við hópinn?

„ Já og nei en ég ætla að segja sem minnst um það. Þjálfarinn velur þetta lið og kannski er þetta rétt hjá honum, kannski ekki, það á eftir að koma í ljós. Maður verður hinsvegar að virða þessa ákvörðun hjá honum,“ segir Magnús að lokum.

[email protected]