Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmurnar sigruðu á Happasælsmótinu
Föstudagur 28. janúar 2005 kl. 10:21

Fimmurnar sigruðu á Happasælsmótinu

Hið árlega Happasælspúttmót fór fram í gær, fimmtudaginn 27 janúar. 32 keppendur mættu, og var dregið í 8 hópa en keppt er í holukeppni.

Liðið Fimmurnar varð hlutskarpast og gerði 32 holur í höggi eða bingó, Ásarnir voru í 2. sæti með 31 bingó og í 3. sæti urðu svo Sexurnar með 24 bingó.

Þau sem fá nafn sitt skráð á bikarana sem gefnir eru af Happasæl, eru þau María Einarsdóttir og Guðmundur Ólafsson. Veitingar á mótinu voru einnig í boði Happasæls.

Næsta púttmót er svo þann 10. febrúar, og er það styrkt af Hitaveitu Suðurnesja.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024