Fimmti sigur Grindvíkinga í röð
Grindvíkingar báru sigurorð af Stjörnumönnum í Röstinni í gær, þegar liðin áttust við í úrvalsdeild karla í körfubolta Lokatölur 104-92 fyrir heimamenn, í leik þar sem leikstjórnandinn ungi, Jón Axel Guðmundsson fór á kostum. Kappinn skilaði 36 framlagsstigum, skoraði 22 stig, gaf 12 stoðsendingar og tók 5 fráköst, auk þess sem hann stað 4 boltum. Rodney Alexander var einnig frábær hjá þeim gulu, en hann var með 27 stig og 14 fráköst. Grindvíkingar eru í fimmta sæti deildarinnar og narta í hælana á Njarðvík og Stjörnunni, en liðið hefur unnið síðustu fimm leiki sína í deildinni.
Grindavík-Stjarnan 104-92