Fimmti í röð hjá Grindavík
Grindvíkingar héldu áfram sigurgöngu sinni í Iceland Express-deild karla í körfuknattleik þegar þeir tóku á móti ÍR í gærkvöldi. Boðið var upp á hraðan og skemmtilegan leik. Grindvíkingar unnu fyrsta leikhlutann 30-21 en ÍR þann seinni 31-38. Staðan í hálfleik var 58-52 fyrir Grindavík.
Segja má að í þriðja leikhluta hafi örlög ÍR-inga verið ráðin þegar þeir skoruðu aðeins 16 stig á móti 32 stigum heimamanna sem héldu þeim í skefjum það sem eftir lifði leiks. Lokatölur 115-94 fyrir Grindavík.
Ryan Pettinella skoraði 28 stig fyrir Grinavík og hirti 8 fráköst. Andre Smith skoraði með 22 stig og átti 11 stoðsendingar.
Sjá nánari umfjöllun um leikinn á www.karfan.is
Mynd úr safni/www.karfan.is