Fimmtánda tapið í röð hjá Sandgerðingum
Reynismenn töpuðu sínum fimmtánda leik í röð í 1. deild karla í körfubolta þegar þeir sóttu Fjölnismenn heim. Tapið var stórt, 103:50 lokatölur þar sem Ssandgerðingar skoruðu ekki nema 15 stig í síðari hálfleik gegn 48 frá Fjölnismönnum. Eðvald Freyr Ómarsson var stighæstur Reynismanna með 14 stig. Reynismenn hafa nú tapað öllum leikjum sínum í deildinni og sitja á botni deildarinnar.
Fjölnir-Reynir Sandgerði 103-50 (29-16, 26-19, 26-11, 22-4)
Reynir Sandgerði: Eðvald Freyr Ómarsson 14, Elvar Þór Sigurjónsson 7, Hinrik Albertsson 7, Róbert Ingi Arnarsson 6, Brynjar Þór Guðnason 4, Kristján Þór Smárason 4/4 fráköst, Atli Karl Sigurbjartsson 2, Garðar Gíslason 2, Birkir Örn Skúlason 2/6 fráköst, Guðmundur Auðun Gunnarsson 2, Ágúst Einar Ágústsson 0, Sævar Eyjólfsson 0.