Fimmtán ára í Pepsi-deildinni

Davíð Snær Jóhannsson spilaði sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni í knattspyrnu aðeins 15 ára gamall með Keflavík á móti KR síðastliðinn fimmtudag, hann lék leikinn daginn fyrir sextán ára afmælið sitt. Framtíð Davíðs í boltanum er björt, en hann er í U16 og U17 ára landsliðinu og í meistaraflokk Keflavíkur. Hann náði þessu öllu áður en hann varð sextán ára og verður það að teljast vera nokkuð vel gert.

Við heyrðum í Davíð eftir leikinn og spurðum fyrst hvernig það hafi verið að koma inn á í sínum fyrsta leik í Pepsi-deildinni?
„Það var mjög góð tilfinning en mig er búið að dreyma um þetta síðan ég var lítill polli að horfa á pabba spila.“ Þess má geta að faðir Davíðs er Jóhann B. Guðmundsson, fyrrum leikmaður Keflavíkur og atvinnumaður í knattspyrnu.

Áttu von á því að fá fleiri tækifæri með liðinu i sumar?
„Já, ég á von á því. Ég ætla allavega að leggja mig allan fram við að fá fleiri tækifæri.“

Hvernig gekk þér í leiknum?
„Mér fannst mér ganga nokkuð vel, reyndi að koma með kraft og vilja í leikinn og mér fannst ég hafa gert það.“

Hvernig er stemmingin hjá liði sem situr í neðsta sæti Pepsi-deildarinnar?
„Hún er kannski ekki eins og við viljum hafa hana, en þetta er bara eitthvað sem við sem lið verðum að finna út úr og ég hef fulla trú að við munum gera það.“

Leikurinn var auðvitað á seinasta deginum þínum 15 ára, er ekki gott að hafa náð a.m.k einum leik á aðeins 15 ára aldri?
„Já það hefur verið markmið í nokkurn tíma.“

arnithor02@gmail.com