Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fimmta tap Grindvíkinga í röð
Laugardagur 6. janúar 2007 kl. 11:35

Fimmta tap Grindvíkinga í röð

Grindavík mátti sætta sig við enn eitt tapið í Iceland Expressdeild karla í körfuknattleik í gær þegar þeir töpuðu á heimavelli gegn Fjölni, 78-85.

Þetta var fimmti tapleikur liðsins í röð í deildinni og þriðji tapleikur þeirra í röð á heimavelli.

Leikurinn var jafn og spennandi allt frá upphafi og var staðan í hálfleik 38-35 fyrir heimamenn. Fjölnir, sem voru á botni deildarinnar fyrir leikinn, stóðu fyrir sínu þar sem Nemanja Sovic, Kareem Johnson og Hörður Vilhjálmsson drógu vagninn.

Hjá Grindavík voru það Páll Axel Vilbergsson og Steven Thomas sem báru hitann og þungann af sóknarleik liðsins en nýr leikmaður, Calvin Clemmons, lék sinn fyrsta leik og gerði 11 stig.

Sérstaklega eftirtektarvert er sá punktur að Grindvíkingar hittu einungis úr 3 af 10 vítum sínum í leiknum.

Þegar rúmar fimm mínútur voru eftir voru Grindvíkingar í góðri stöðu, með níu stiga forskot, en féllu þá í þá gryfju að fara að halda forskoti. Það gekk ekki upp og Fjölnismenn, með Sovic í fararbroddi, sóttu í sig veðrið og náðu yfirhöndinni á skjótum tíma.

Þegar upp var staðið vantaði Grindvíkinga áræðni til að klára leikinn þegar hann var í höndum þeirra og hörku til að taka stjórnina aftur eftir að Fjölnismenn komust yfir. Grindvíkingar eru nú um miðja deild, hafa unnið 6 leiki og tapað jafn mörgum.

 

Tölfræði leiksins

 

VF-mynd/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024