Íþróttir

Fimm Suðurnesjamenn í landsliðshópnum í körfubolta
Miðvikudagur 15. maí 2019 kl. 17:48

Fimm Suðurnesjamenn í landsliðshópnum í körfubolta

Craig Pedersen, Finnur Freyr Stefánsson og Baldur Þór Ragnarsson, þjálfarar landsliðs karla, hafa kallað saman 16 leikmenn til æfinga fyrir Smáþjóðaleika 2019 en þeir fara að þessu sinni fram í Svartfjallalandi dagana 27. maí - 1. júní. 
 
Liðið hóf æfingar á mánudaginn í Ásgarði í Garðabæ og æfir næstu tvær vikurnar. Eftir næstu helgi verður svo hópurinn minnkaður niður í endanlegt 12 manna lið.
 
Nokkrir leikmenn eru frá vegna meiðsla eða af öðrum ástæðum og þar á meðal eru nokkrir sem ennþá eru að spila eða í verkefnum með sínum liðum. 
Smáþjóðaleikarnir eru ekki innan keppnisdagatals FIBA sem orsakar skörun við félagslið í dagatali hjá þeim sem leika sem erlendis.
 
Æfingahópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum:
Björgvin Hafþór Ríkharðsson · Skallagrímur
Breki Gylfason · Appalachian State, USA
Dagur Kár Jónsson · Raiffeisen Flyers Wels, Austurríki
Elvar Már Friðriksson · Njarðvík
Gunnar Ólafsson · Keflavík
Halldór Garðar Hermannsson · Þór Þorlákshöfn
Haukur Óskarsson · Haukar
Hilmar Smári Henningsson · Haukar
Hjálmar Stefánsson · Haukar
Ingvi Þór Guðmundsson · Grindavík
Kristinn Pálsson · Njarðvík
Ólafur Ólafsson · Grindavík
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Valur
Sigurður Gunnar Þorsteinsson · ÍR
Sigvaldi Eggertsson · Monbus Obradorio
Þórir Guðmundur Þorbjarnarson · Nebraska, USA
 
Leikmenn sem voru valdir en eru ennþá í verkefnum með sínum liðum og því uppteknir:
Frank Booker Jr. · ALM Évreux, Frakkland
Haukur Helgi Pálsson · Nanterre 92, Frakkland
Jón Axel Guðmundsson · NBA-liða æfingar, USA
Martin Hermannsson · Alba Berlin, Þýskaland
Tryggvi Snær Hlinason · Obradorio, Spánn
Ægir Þór Steinarsson · Regatta Corrientes, Argentína
 
Leikmenn sem voru valdir en eru meiddir/gefa ekki kost á sér: 
Collin Pryor · Stjarnan
Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík
Kári Jónsson · Barcelona
Kristófer Acox · KR
Matthías Orri Sigurðarson · ÍR
Sigtryggur Arnar Björnsson · Grindavík
Sveinbjörn Jóhannesson · Breiðablik

 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024