Fimm Suðurnesjakonur í landsliðinu
15 valdar í æfingahóp
Fimm fulltrúar Suðurnesjaliða eiga sæti í æfingahóp íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta sem tekur þátt í undirbúningi fyrir Eurobasket 2017 á næstunni. Grindvíkingar eiga þrjá leikmenn í hópnum og Keflvíkingar tvo.
Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik mun hefja keppni laugardaginn 21. nóvember í undankeppni EuroBasket 2017. Fyrsti leikur liðsins verður í Ungverjalandi og svo tekur við heimaleikur í Laugardalshöllinni miðvikudaginn 25. nóvember gegn Slóvakíu.
Æfingahópur Landsliðs kvenna fyrir undankeppni haust 2015 er skipaður eftirtöldum 15 leikmönnum:
	Auður Íris Ólafsdóttir – Haukar · Bakvörður f. 1992 · 174 cm · 6 landsleikir
	Berglind Gunnarsdóttir - Snæfell · Bakvörður f. 1992 · 177 cm · Nýliði
	Bergþóra Holton Tómasdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1994 · 180 cm · Nýliði
	Björg Einarsdóttir – Grindavík · Bakvörður · f. 1992 · 165 cm · 3 landsleikir
	Bryndís Guðmundsdóttir – Snæfell · Framherji · f. 1988 · 178 cm · 35 landsleikir
	Guðbjörg Sverrisdóttir – Valur · Bakvörður · f. 1992 · 180 cm · 7 landsleikir
	Gunnhildur Gunnarsdóttir – Snæfell · Bakvörður · f. 1990 · 176 cm · 19 landsleikir
	Helena Sverrisdóttir – Haukar · Bakvörður · f. 1988 · 184 cm · 57 landsleikir
	Jóhanna Björk Sveinsdóttir – Haukar · Framherji · f. 1989 · 178 cm · 5 landsleikir
	Marín Laufey Davíðsdóttir – Keflavík · Miðherji · f. 1995 · 180 cm · 5 landsleikir
	Pálína Gunnlaugsdóttir – Haukar · Bakvörður · f. 1987 · 167 cm · 31 landsleikir
	Petrúnella Skúladóttir – Grindavík · Bakvörður · f. 1985 · 177 cm · 28 landsleikir
	Ragna Margrét Brynjarsdóttir – Stjarnan · Miðherji · f. 1990 · 188 cm · 29 landsleikir
	Sandra Lind Þrastardóttir – Keflavík · Miðherji · f. 1996 · 182 cm · 3 landsleikir
	Sigrún Sjöfn Ámundadóttir – Grindavík · Framherji f. 1988 · 181 cm · 36 landsleikir


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				