Fimm marka sigur hjá toppliðinu
Fjórði sigur Grindvíkinga í röð
Grindvíkingar hafa sjö stiga forystu í B-riðli í 1. deild kvenna í fótbolta, eftir fimm marka sigur gegn Álftnesingum í gær. Þetta er fjórði sigurleikur Grindvíkinga í röð. Eins og tölurnar gefa til kynnar voru yfirburðir Grindvíkinga miklir í gær gegn liðinu sem er í næstneðsta sæti deildarinnar. Fyrsta markið skoraði Marjani Hing-Glover eftir tæplega hálftíma leik, en hún hefur nú skorað tíu mörk í sumar. Þannig var staðan í hálfleik.
Strax í upphafi síðari hálfleiks skoraði Sashana Campbell og staðan var þá orðin 2-0. Á rúmlega tíu mínútna kafla í síðari hálfleik skoruðu Grindvíkingar svo þrjú mörk til viðbótar og sýndu þar með styrk sinn. Þær Helga Guðrún Kristinsdóttir, Sara Hrund Helgadóttir og Lauren Brennan sáu um markaskorun.