Kalka atvinna okt 25
Kalka atvinna okt 25

Íþróttir

Fimm marka sigur hjá toppliðinu
Föstudagur 5. ágúst 2016 kl. 09:15

Fimm marka sigur hjá toppliðinu

Fjórði sigur Grindvíkinga í röð

Grindvíkingar hafa sjö stiga forystu í  B-riðli í 1. deild kvenna í fótbolta, eftir fimm marka sigur gegn Álftnesingum í gær. Þetta er fjórði sigurleikur Grindvíkinga í röð. Eins og tölurnar gefa til kynnar voru yfirburðir Grindvíkinga miklir í gær gegn liðinu sem er í næstneðsta sæti deildarinnar. Fyrsta markið skoraði Marjani Hing-Glover eftir tæplega hálftíma leik, en hún hefur nú skorað tíu mörk í sumar. Þannig var staðan í hálfleik.

Strax í upphafi síðari hálfleiks skoraði Sashana Campbell og staðan var þá orðin 2-0. Á rúmlega tíu mínútna kafla í síðari hálfleik skoruðu Grindvíkingar svo þrjú mörk til viðbótar og sýndu þar með styrk sinn. Þær Helga Guðrún Kristinsdóttir, Sara Hrund Helgadóttir og Lauren Brennan sáu um markaskorun. 

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
Dubliner
Dubliner