Fimm leikmenn í hóp hjá Frey
Keflvíkingurinn Freyr Sverrisson, landsliðsþjálfari U16 karla liðs Íslands í knattspyrnu, hefur valið 40 leikmenn á úrtaksæfingar sem fara fram um komandi helgi. Æfingarnar eru hluti af undirbúningi liðsins fyrir keppni á Ólympíuleikum ungmenna sem fara fram í Kína í sumar. Suðurnesjamenn eiga fulltrúa í hópnum en alls eru þar fjórir Keflvíkingar og einn Grindvíkingur.
Keflvíkingarnir í hópnum eru þeir: Júlíus Davíð Júlíusson, Ólafur Ingi Jóhannsson, Sigurbergur Bjarnason og Stefán Alexander Ljubicic. Þeir leika allir með 3. flokki og voru allir í liði 4. flokks Keflavíkur sem varð Íslandsmeistari síðasta sumar. Grindvíkingurinn Hilmar Andrew McShane er svo í hópnum.
Grindvíkingurinn Hilmar Andrew McShane.