Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Fimm landsliðsmenn frá Suðurnesjum á leið til Króatíu
Njarðvíkingarnir Ari Már Andrésson og Aron Freyr Róbertsson eru á leið til Króatíu.
Mánudagur 29. september 2014 kl. 13:21

Fimm landsliðsmenn frá Suðurnesjum á leið til Króatíu

U19 ára liðið valið

Suðurnesjamenn eiga fimm fulltrúa í U19 landsliði karla í knattspyrnu sem tekur þátt í undankeppni EM í Króatíu í október. Frá Njarðvíkingum koma þeir Ari Már Andrésson og Aron Freyr Róbertsson. Frá Keflvíkingum eru þeir Ari Steinn Guðmundsson og Sindri Kristinn Ólafsson markvörður í hópnum, ásamt því að Keflvíkingurinn Samúel Kári Friðjónsson, sem er á mála hjá enska liðinu Reading fer einnig með.

Hópurinn sem telur 18 leikmenn fer út til Króatíu á sunnudag og leikur þrjá leiki gegn Tyrklandi, Króatíu og Eistlandi. Njarðvíkingar eiga einn fulltrúa í hópnum til viðbótar, en Gunnar Örn Ástráðsson sjúkraþjálfari liðsins er með í hópnum.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Ari Steinn Guðmundsson.

Sindri Kristinn Ólafsson.

Samúel Kári Friðjónsson leikur með Reading í Englandi.