Fimm í röð hjá Grindavíkurkonum
Góður útisigur gegn Haukum
Grindvíkingar unnu útisigur á Haukum, 53-60, þegar liðin áttust við í Domino's deild kvenna í köfubolta í gær. Með sigrinum komust Grindvíkingar upp að hið Hauka í 3.-4. sæti deildarinnar, en bæði lið hafa 22 stig. Grindvíkingar unnu þarna sinn fimmta sigur í röð í deildinni, en liðið er einnig í undanúrslitum bikarsins þar sem liðið leikur gegn Njarðvík.
Grindvíkingar léku sérstaklega vel í síðari hálfleik gegn Haukum, en Hafnfirðingar náðu aðeins að skora 22 stig í öllum síðari hálfleik gegn Grindavíkurvörninni. Kristina King var atkvæðamest Grindvíkinga í leiknum en hún skoraði 17 stig. Petrúnella Skúladóttir var með 14 stig og María Ben skilaði 10/10 tvennu.
Grindavík: Kristina King 17/6 fráköst, Petrúnella Skúladóttir 14/8 fráköst, María Ben Erlingsdóttir 10/10 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 8, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 4/4 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 4, Pálína Gunnlaugsdóttir 3/5 fráköst.