Fimm gullverðlaun hjá ÍRB í dag
Örn Arnarsson stórbætti Íslandsmetið í 200 metra fjórsundi í dag á Íslandsmeistaramótinu í sundi sem fram fer í Eyjum þegar hann synti á 1.57,91 mínútu en fyrra met hans var 2.01,33 mínútur. Örn sigraði einnig í 50 metra baksundi. ÍRB vann til fimm gullverðlauna í dag og ætlar sér greinilega stóra hluti en að Erni undanskildum sigraði Hilmar Pétur Sigurðsson í 1500 metra skriðsundi, Hjörtur Már Reynisson sigraði í 50 metra flugsundi og boðsveit karla sigraði í 4x200 metra skriðsundi. Mótið heldur áfram á morgun og á sunnudag og er hægt að fylgjast með úrslitum um leið og þau berast á sundsamband.is og hér á Víkurfréttum.