Fimm frá Njarðvík í liði ársins
Vefsíðan fotbolti.net stóð í gær að kjöri á liði og leikmönnum ársins í 1. og 2. deild karla í knattspyrnu. Á hófinu var Gestur Gylfason, leikmaður Njarðvíkur, valinn besti leikmaður deildarinnar en Njarðvíkigar áttu fimm leikmenn í liði ársins.
Adolf Sveinsson og Ólafur Ívar Jónsson voru einnig valdir í lið ársins en þeir leika með Sandgerðingum.
Njarðvíkingarnir í liði ársins voru þeir Albert Sævarsson, markvörður, Kristinn Björnsson, bakvörður, Gestur Gylfason, bakvörður, Guðni Erlendsson, miðjumaður og Sverri Þór Sverrisson, miðjumaður.
Þjálfari ársins var valinn Þorvaldur Örlygsson hjá Fjarðarbyggð en austfirðingar voru Íslandsmeistarar í 2. deild í sumar.
Marteinn Guðjónsson, leikmaður Njarðvíkur, var einnig í liði ársins en á varamannabekknum.
VF-mynd/ Hilmir – [email protected] – Lið ársins í 2. deild
Tölvugerð mynd: www.fotbolti.net