Fimm efnilegir leikmenn skrifa undir hjá Keflavík
Undirbúningur fyrir næsta tímabil stendur er í fullum gangi í herbúðum Keflavíkur auk þess sem verið..
Undirbúningur fyrir næsta tímabil stendur er í fullum gangi í herbúðum Keflavíkur auk þess sem verið er að líta til framtíðar. Keflavík gerði í gær samning við fimm unga leikmenn sem félagið bindur væntingar og vonir við að verði burðarstólpar í liðinu þegar fram í sækir á næstu árum.
Fimm ungir leikmenn skrifuðu undir samning við liðið í gær til næstu tveggja ára en þetta eru þeir Aron Freyr Kristjánsson, Hilmir Gauti Guðjónsson, Sigurþór Ingi Sigurþórsson, Birkir Örn Skúlason og Tryggvi Ólafsson.
„Allt eru þetta leikmenn sem eiga framtíðina fyrir sér og munu koma til með að banka á dyr meistaraflokks Keflavíkur á næstunni,“ segir á heimasíðu Keflavíkur.