Fimm ár frá síðasta landsleik
Hrannar mætir með dönsku stelpurnar
Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta mætir því danska í æfingaleik á Ásvöllum klukkan 19.15 annað kvöld. Það eru liðin tæp fimm ár síðan íslensku stelpurnar spiluðu síðast landsleik á Íslandi en liðið tapaði þá fyrir Svartfjallalandi í Smárunum. Þrjár Suðurnesjakonur eru í liðinu að þessu sinni en það eru þær Pálína María Gunnlaugsdóttir, María Ben Erlingsdóttir (Grindavík) og Bryndís Guðmundsdóttir (Keflavík).
Keflvíkingurinn Hrannar Hólm þjálfar danska landsliðið en hann hefur verið afar sigursæll með liði SISU undanfarin ár í deildarkeppninni í Danmörku.