Fimleikasýning í Keflavík
Fimleikadeild Keflavíkur hélt sýningu í íþróttahúsinu við Sunnubraut sl. föstudag kl. 18:00. Þar sýndu listir sýnar allir aldursflokkar, allt frá 5 ára upp í meistaraflokk og var aðsóknin mjög góð. Fimleikadeildin er þar með komin í sumarfrí, en þó verður boðið upp á tvö námskeið í sumar á vegum deildarinnar. Það fyrra verður 5.-29. júní og er hægt að vera fyrir eða eftir hádegi. Síðara námskeiðið verður svo í ágúst, en það verður auglýst síðar. Á námskeiðinu verða fimleikar æfðir ásamt því að fara í leiki, sund, gönguferðir og fleira. Skráning í fyrra námskeiðið verður 30.-31. maí í K-húsinu kl 18:00-20:00 og í síma 421-3044.