Fimleikasýning á mánudaginn

Þessa dagana eru hér um 50 danskir fimleikaiðkendur við æfingar í nýju fimleikahúsi Fimleikadeildar Keflavíkur. Forsvarsmenn deildarinnar eru afar ánægðir með að erlent fimleikafólk skuli sækja í að koma hingað og æfa við frábærar aðstæður.
Mánudaginn 28. júní kl. 18:00 ætla krakkarnir að sýna listir sínar í fimleikahúsinu.  Það verður frítt inn og eru allir hvattir til að kíkja við og sjá glæsilegan hóp koma fram.
---
Mynd/HBB - Horft yfir salarkynni Fimleikadeildarinnar.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				