Föstudagur 18. febrúar 2005 kl. 17:15
Fimleikamót í Keflavík á morgun
Á morgun, laugardag, stendur fimleikadeild Keflavíkur fyrir unglingamóti í hópfimleikum í Íþróttahúsinu í Keflavík. Fyrri hluti mótsins er frá 11.50 - 12.55 þar sem lið á aldrinum 10 - 14 ára keppa.
Seinni hluti mótsins er frá 14.50 - 17.15 og þar keppa lið á aldrinum 13 - 18 ára.