Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimleikaæfing fyrir stráka vakti mikla lukku
Mánudagur 31. janúar 2011 kl. 12:19

Fimleikaæfing fyrir stráka vakti mikla lukku

Stúlkurnar í Fimleikafélagi Keflavíkur buðu strákum að prófa fimleika við bestu mögulegu aðstæður í Akademíunni í Reykjanesbæ. Þetta var partur af fjáröflun fyrir æfingaferð og kostaði aðeins 500kr. á æfinguna.

Strákarnir voru rennandi sveittir og dauð þreyttir strax eftir upphitun en stelpurnar voru ekkert að gefa eftir. Selpurnar fóru með strákana í gegnum grunntækni í fimleikum og fengu þeir að prófa allskonar áhöld eins og trampolín, tvíslá, jafnvægisslá og margt fleira.

Í lokin var tekinn þrekhringur og var strákunum lítið skemmt en létu sig þó hafa það. Þetta vakti mikla lukku og er stefnt á að hafa æfingar á föstudögum í vetur fyrir strákana en flestir þeirra skráðu sig strax aftur á næstu æfingu.

Fleiri myndir má finna í ljósmyndasafni VF með því að smella hér.

VF-Myndir/siggijóns




Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024