Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fertug markvarðastjarna til Keflavíkur?
Mánudagur 9. mars 2009 kl. 15:39

Fertug markvarðastjarna til Keflavíkur?

Kristján Finnbogason, fyrrverandi markvörður KR, ÍA og landsliðsins mun vera með mjög gott tilboð upp á vasann um að verja mark silfurhafa Keflavíkur í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í sumar.
Kristján er 37 ára gamall og marg reyndur í markinu. Hann hefur sex sinnum hampað Íslandsmeistaratitilinum með KR og ÍA. Þá hefur hann fimm sinnum orðið bikarmeistari. Kristján á að baki 265 leiki í efstu deild. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta hafa Keflvíkingar gert Kristjáni tilboð um að vera í markinu á meðan Ómar er í burtu eða um 5-6 mánuði.
Í janúar sl. samdi Kristján við Gróttu sem er í 2. deild um að verja mark þeirra sem og að sjá um alla markvarðaþjálfun hjá Gróttu sem er hans æskufélag en markvörðurinn er borinn og barnfæddur Seltirningur.
Eins og fram kom nýlega verður Ómar Jóhannsson, aðal markvörður Keflavíkur frá vegna meiðsla næsta hálfa árið.
Forráðamenn Keflavíkur munu einnig hafa haft samband við Gunnleif Gunnleifsson sem leikur ytra sem sama liði og Keflvíkingurinn Guðmundur Steinarsson.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mun Kristján verj mark Keflavíkur í sumar? Mynd fotbolti.net