Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ferdinand Bitangane til Grindavíkur
Þriðjudagur 5. maí 2009 kl. 11:46

Ferdinand Bitangane til Grindavíkur

Grindvíkingar hafa fengið knattspyrnumann frá Kamerún til landsins og verður hann til reynslu hjá félaginu næstu dagana en Pepsi-deildin hefst næsta sunnudag. Heitir hann Ferdinand Bitangane og kemur frá franska þriðjudeildarliðinu Jura Sud.

Bitangane leikur sem varnartengiliður og er á 25. aldursári. Hann var á mála hjá franska fyrstudeildarliðinu Auxerre til nokkurra ára en unglingastarf Auxerre hefur í gegnum tíðina borið góðan ávöxt. Gilles Ondo, leikmaður Grindavíkur, var einnig í herbúðum Auxerre um tíma. Bitangane á leiki að baki með 23 ára landsliði Kamerún.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024