Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Ferðasaga tippmeistarans
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
laugardaginn 1. júní 2024 kl. 06:18

Ferðasaga tippmeistarans

Það var kátur og glaður Njarðvíkingur sem hoppaði upp í bíl blaðamanns rétt fyrir klukkan sex á föstudaginn og þaðan var haldið upp á flugvöll en Hámundur Örn Helgason kom, sá og sigraði í tippleik Víkurfrétta. Verðlaunin, ferð á úrslitaleik FA cup á Englandi í boði Njóttu ferða og Icelandair. Liðin sem kepptu voru Manchester-liðin United og City og þvert á alla spádóma voru það hinir rauðu djöflar sem báru sigur úr býtum, 2-1.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hámundur Örn var alsæll þegar blaðamaður tók púlsinn á honum eftir að heim var komið.

„Þessi ferð mun seint renna mér úr minnum. Ég hef oft farið á leik erlendis, oft farið á Wembley því mínir menn í Tottenham léku þar á meðan leikvangurinn þeirra var endurbyggður. Sú upplifun komst samt ekki nærri þessari upplifun á laugardaginn, það var einstök stemmning á stútfullum vellinum og þar sem afi minn er gallharður stuðningsmaður Manchester United var ekki vandamál fyrir mig að gleðja gamla með því að kaupa United-treyju handa honum og vera sjálfur í henni á leiknum. Ég náði alveg að lifa mig inn í þetta þó svo að ég sé ekki stuðningsmaður Manchester United en get alveg sagt að þeir eru lið númer tvö hjá mér. Það sem gerði upplifunina enn sérstakari fyrir mig var að afi veiktist nokkuð alvarlega nokkrum dögum fyrir ferð og var mér því mikið hugsað til hans í fagnaðarlátunum á vellinum, hann var alveg himinlifandi þegar ég færði honum sigurtreyjuna í gær.

Hámundur og blaðamaður voru mættir nokkuð snemma á pöbb sem heitir The Torch, þar var vitað að stuðningsmenn United kæmu saman og þar rákust þeir á Keflvíkingana Jón Halldór Eðvaldsson og Marínu Rós Karlsdóttur.

Jón Halldór, Marína Rós og Hámundur.

„Stemmningin fyrir leikinn var auðvitað einstök, veðrið lék við okkur og það var gaman að heyra ensku stuðningsmennina kyrja baráttusöngvana. Mjög gaman þar og ekki skemmdi lestarferðin eftir leik í miðbæ London fyrir, þar voru stuðningsmenn Manchester City og var skemmtilegur „banter“ í gangi og við sungum til hvors annars á víxl, þeim fannst fyndið að við skyldum semja þennan texta á staðnum við lagið „Mér er sama hvar ég lendi þegar ég dey.“

„They are the oil loving ******* of the town, they are the oil ******* lovers of the town. They want to be United, they are the oil loving ******* of the town. Singing jæ jæ jibbý…“

Mjög skemmtilegt og eins og ég segi, ég á eftir að muna eftir þessari ferð lengi og þakka kærlega fyrir mig,“ sagði tippmeistarinn að lokum.