Fer sá stóri á loft í kvöld?
Keflvíkingar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild karla í körfuknattleik í kvöld. Keflavík og Snæfell mætast í sínum þriðja leik kl. 19:15 í Toyotahöllinni í kvöld en staðan í einvíginu er 2-0 Keflavík í vil.
Fyrsti leikur liðanna, sem fram fór í Keflavík, var æsispennandi. Keflavík sigraði 81-79 eftir að Snæfell klikkaði á lokaskotinu. Leikur 2 fór fram í Stykkishólmi og þar léku Keflvíkingar mun betur en heimamenn. Þeir unnu öruggan sigur 83-98 og leiða því 2-0 í einvíginu.
Boðið verður upp á fríar rútur úr Stykkishólmi og að Keflvíkingar fjölmenni á pallana svo það er ráð að mæta tímanlega á þennan stórleik.
Keflavík-Snæfell
Úrslit- Leikur 3
Toyotahöllin í Reykjanesbæ kl. 19:15 í kvöld
VF-Mynd/ [email protected] – Bobby Walker og Arnar Freyr Jónsson fagna öðrum sigri Keflavíkur í Stykkishólmi á mánudagskvöld.