Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Föstudagur 7. maí 2004 kl. 09:52

Fer Komlenic frá Keflavík?

Markmaðurinn Sasa Komlenic mun að öllu óbreyttu ekki vera milli stanganna hjá Keflvíkingum í sumar. Liðið er þó ekki á flæðiskeri statt í markmannamálum þar sem Ólafur Gottskálksson og hinn ungi og efnilegi Magnús Þormar eru fyrir.

Ólafur fór utan fyrir nokkru til æfinga með Watford á Englandi, en Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildarinnar, segist ekki vita til þess að Ólafi hafi verið boðinn samningur. „Ég reikna með því að hann verði með okkur í sumar. Hann er búinn að vera að æfa á fullu og standa sig vel.“
Serbinn Sreten Djurovic mun hins vegar vera í herbúðum Keflavíkur í sumar og segir Rúnar að hann komi tvímælalaust til með að styrkja liðið.

Keflvíkingar eru því nokkurn veginn komnir með endanlegan hóp fyrir sumarið, en það veltur á því hvernig fer með mál Haraldar Guðmundsonar. Eins og flestum er kunnugt gerði svissneska liðið FC Zurich munnlegt tilboð í þennan sterka varnarmann, en Rúnar segir að þessi mál skýrist ekki fyrr en formlegt tilboð berist. Annars er gert ráð fyrir því að Haraldur komi heim í dag og mæti á æfingu í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024