Fer bikarinn á loft í Ljónagryfjunni í kvöld?
Njarðvíkurstúlkur eygja möguleika á því að lyfta Íslandsmeistaratitlinum í fyrsta sinn í sögu félagsins í kvöld þegar þriðji leikur liðsins gegn Haukum í úrslitaeinvígi Iceland Express-deildar kvenna fer fram. Njarðvík hefur 2-0 forystu í einvíginu eftir sigra í tveimur leikjum.
Njarðvíkingar eru núverandi bikarmeistarar og hafa því möguleika á því að vinna tvöfalt þetta árið. Búast má við spennandi leik og ættu áhugamenn um körfubolta ekki að láta sig vanta í kvöld klukkan 19:15.