Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Fengu á sig tólf mörk í Vogum
Mánudagur 6. maí 2019 kl. 11:57

Fengu á sig tólf mörk í Vogum

Þróttur/Víðir féll úr leik í Mjólkurbikarnum

Það var sögulegt í gærkvöldi á Vogaídýfuvelli þegar heimastelpur í Þrótti/Víði tóku á móti 1. deildarliði Haukum í fyrstu umferð Mjólkurbikar. Var um að ræða fyrsta meistaraflokksleik kvenna í Vogum. Fjöldi fólks lagði leið sína á völlum og umgjörðin var með því betra sem gerist í kvennaboltanum hérlendis. 
 
Þróttur/Víðir, sem er utandeildarlið, byrjaði leikinn afar vel og áttu fyrsta hættulega færi leiksins. Staðan var markalaus eftir tuttugu mínútur en úthaldið fjaraði hratt út, allar flóðgáttir opnuðust í kjölfarið og endaði leikurinn 0-12 fyrir Haukum. 
 
Þetta samstarfsverkefni Þróttar Vogum og Víðir Garði hefur staðið yfir í tvö ár. Félagið tekur eingöngu þátt í bikarkeppni KSÍ og vonandi áður en langt um líður sjáum við félagið taka þátt í deildarkeppni. Haukar sem eru sterkt 1. deildar lið með erlenda leikmenn og ætla sér upp um deild í sumar áttu í hinum mestu vandræðum með heimastúlkur og geta þakkað fyrir úthaldsleysi heimakvenna.  
 
Þjálfari og verkefnastjóri félagsins er Arnar Smárason. 
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024