Fellur Keflavík í kvöld?
ÍBV má ekki fá stig og Keflavík verður að vinna allt sem í boði er
Pepsí deild karla fer aftur af stað í kvöld eftir landsleikjahlé og og er heil umferð á dagsrká. Keflvíkingar sækja Valsmenn heim.
19. umferð deildarinnar verður leikin í kvöld og eiga Keflvíkingar enn pínulitlar tölfræðilegar líkur á því að halda sæti sínu í deildinni en ansi margt þarf að ganga á til að það verði að veruleika. ÍBV getur bundið enda á þessar vonir með því að ná í svo mikið sem eitt stig á móti FH.
Keflvíkingar þurfa að vinna alla sína 4 leiki sem eftir eru og má ÍBV ekki hala inn einu einasta og þá mega Leiknismenn ekki fá meira en 3 stig að því gefnu að Keflavík vinni alla leiki.
Leikur Vals og Keflavíkur fer fram á Laugardalsvelli og verður flautað til leiks kl. 17
19. umferð Pepsí deildar karla:
Leiknir - Fjölnir
ÍA - KR
Valur - Keflavík
Víkingur Breiðablik
FH - ÍBV
Stjarnan - Fylkir (mánudag kl. 19:15)