Fékk tækifæri að spila í efstu deild með Grindavík

María Sól Jakobsdóttir, leikmaður kvennaliðs Grindavíkur, er í sportspjalli Víkurfrétta þessa vikuna. María er uppalin í Stjörnunni og kom til Grindavíkur til að fá tækifæri til þess að spila í efstu deild en María stefnir að því að fara til Bandaríkjanna til að leika knattspyrnu.

Fullt nafn: María Sól Jakobsdóttir.
Íþrótt: Fótbolti.
Félag: Grindavík.
Hjúskaparstaða: Í sambandi.

Hvenær hófst þú að stunda þína íþrótt? Ég var 5 ára, reyndar alltof ung til þess að fá að mæta á æfingar en fékk að fara með eldri systur minni á fyrstu æfinguna mína.
Hver var fyrsti þjálfarinn þinn? Lilja Kjalarsdóttir.
Hvað er framundan? Var að útskrifast sem stúdent og stefni á að fara á fótboltastyrk til USA haustið 2019.
Eftirminnilegasti áfanginn á ferlinum? Þegar ég skrifaði undir samning hjá Grindavík eftir að hafa þurft að fara frá uppeldisfélaginu mínu Stjörnunni til þess að fá tækifæri til spila í efstu deild.

Uppáhalds...
...leikari: Jennifer Aniston.
...bíómynd: Titanic.
...bók: Les ekki mikið en las Burial Rites í skólanum og fannst hún mjög eftirminnileg.
...Alþingismaður: Fylgist ekki mikið með stjórnmálum en Bjarni Ben er flottur.
...staður á Íslandi: Finnst alltaf gaman að fara til Vestmannaeyja og á margar góðar minningar úr Veiðivötnum.

Hvað vitum við ekki um þig? Ég fæddist í Keflavík og er hálfur Keflvíkingur.
Hvernig æfir þú til að ná árangri? Hef alltaf gert þetta aukalega, fór í allar akademíur snemma á morgnana fyrir skólann, einkaþjálfun, fór oft sjálf út í fótbolta á kvöldin, æfði oft með strákunum og mér hefur alltaf fundist gaman að fara að horfa á leiki sem er mjög mikilvægt líka.
Hver eru helstu markmið þín? Komast í A-landsliðið.
Skemmtilegasta sagan af ferlinum? Þegar þjálfarinn minn tilkynnti mér á æfingu að ég hafði verið valin í verkefni úti fyrir U-17.
Skilaboð til upprennandi íþróttamanna: Æfðu alltaf meira en hinir, þannig nærðu besta árangrinum því æfingin skapar meistarann.