Fékk Albatros á Kirkjubólsvelli
Kylfingurinn Erlingur Jónsson náði þeim merkilega árangri að fá Albatros á 12. braut í Meistaramóti GSG á Kirkjubólsvelli í Sandgerði í gær. Hann lék 12. holuna, sem er 440 metra löng par-5 hola, á tveimur höggum. Hann var með forystu eftir fyrsta hring, lék á 72 höggum. Þess má geta að hinir tveir sem léku með honum í holli, Hallvarður Jónsson og Erlingur Jónsson, fengu örn og fugl á sömu holu.