Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Feðgarnir Kristinn og Ísak dæma saman í kvöld
Mánudagur 19. mars 2012 kl. 11:18

Feðgarnir Kristinn og Ísak dæma saman í kvöld



Í kvöld mun sá einstaki viðburður gerast í Þorlákshöfn að feðgar dæma saman í Iceland Express deild karla leik Þórs og Vals. Það eru Keflvíkingarnir Kristinn Óskarsson og sonur hans Ísak Ernir Kristinsson. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem slíkt gerist í efstu deild karla í íslenskri körfuboltasögu.

Kristin Óskarsson sem hefur verið í fremstu röð íslenskra dómara í mörg ár. leikurinn í Þorlákshöfn er hans 560. leikur í Úrvalsdeild og leikir á vegum KKÍ eru komnir töluvert yfir 1000 auk fjölmargra annarra leikja, t.d. á erlendri grundu. Kristinn dæmdi sinn fyrsta leik í Úrvalsdeild haustið 1988 en það var leikur Njarðvíkur og Tindastóls sem fram fór í Njarðvík. Þá voru enn 5 ár í að Ísak myndi fæðast.

Nú 24 árum tæpum eftir að Kristinn dæmdi sinn fyrsta leik í Úrvalsdeild fylgir hann syni sínum úr hlaði á stóra sviðinu. Ísak er 18 ára gamall, fæddur 1993 og því um 2 árum yngri faðirinn þegar hann hóf að dæma í deildinni. Það er þó ekki eins og Ísak sé að hefja dómaraferilinn því hann hefur dæmt um 180 leiki á vegum KKÍ.

Þess ber þó að geta að Ísak er ekki yngsti dómarinn til að dæma í Úrvalsdeild en bæði Kristinn Albertsson og Jón Bender voru um 16 ára þegar þeir dæmdu sína fyrstu leiki.

KKÍ.is greinir frá

Mynd frá árinu 2008 af þeim feðgum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024