Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Feðgarnir Gunnar og Sigurbjörn sæmdir gull-heiðursmerki
Sigurbjörn Gunnarsson, Gunnar Sveinsson og Kári Gunnlaugsson.
Fimmtudagur 28. febrúar 2013 kl. 09:50

Feðgarnir Gunnar og Sigurbjörn sæmdir gull-heiðursmerki

Framvegis verða valin íþróttakona og -maður Keflavík

Feðgarnir Gunnar Sveinsson og Sigurbjörn Gunnarsson voru sæmdir gull-heiðursmerki Keflavíkur á aðalfundi félagsins sem fram fór í vikunni. Töluvert fjölmenni var á fundinum sem var undir stjórn Ellerts Eiríkssonar.

Þeir Elís Kristjánsson og Falur Harðarson voru sæmdir silfurheiðursmerki félagsins og Margeir Elentínusson hlaut starfsbikar Keflavíkur fyrir árið 2012.
 
Ástrósu Brynjarsdóttur og Kristmundi Gíslasyni frá taekwondódeild var færður blómvöndur fyrir útnefningu TKÍ en þau voru valin taekwondokona og taekwondomaður ársins 2012 á Íslandi.

Sæmundur Runólfsson framkvæmdastjóri UMFÍ sæmdi þá Hermann Helgason formann körfuknattleiksdeildar og Þorstein Magnússon formann knattspyrnudeildar starfsmerki UMFÍ.

Reglugerð um íþróttamenn Keflavíkur var samþykkt en þar ber helst sú breytingin að nú verður valin karl og kona í hverri deild og útnefnd verður karl og kona sem íþróttamenn Keflavíkur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Umsögn um Gunnar og Sigurbjörn:

Gunnar sem er fæddur á Ísafirði árið 1923 fluttist til Keflavíkur árið 1949. Þar gengdi hann stöðu Kaupfélagsstjóra allt til ársins 1988. Gunnar starfaði í íþrótta- og ungmennafélagshreyfingunni í áratugi en hann var í stjórn Ungmennafélags Keflavíkur 1950-1953, 1959-1960 og 1974-1976 og var þá formaður félagsins. Gunnar var í stjórn ÍBK í nokkur ár í kringum 1960. Hann var gjaldkeri stjórnar Ungmennafélags Íslands frá 1969-1975 og í Íþróttanefnd ríkisins í 6 ár. Hefur Gunnar hlotið gullmerki UMFÍ og gullmerki ÍSÍ og var auk þess gerður heiðursfélagi Ungmennafélags Keflavíkur árið 1979.

Sigurbjörn sem er fæddur í Keflavík 1959, þjálfaði yngri flokka í knattspyrnu á vegum UMFK og ÍBK í fjölda ára. Sigurbjörn var í  stjórn Ungmennafélags Keflavíkur frá 1977-1987 og í stjórn/varastjórn Íþróttabandalags Keflavíkur (ÍBK) frá 1978-1984. Sigurbjörn hefur starfað í landsmótsnefnd og var framkvæmdastjóri 18. landsmóts UMFÍ í Keflavík og Njarðvík árið 1984. Sigurbjörn hefur verið í stjórn/varastjórn Ungmennafélags Íslands, 1983-1985 og 1987-2003 og í stjórn Íslenskrar getspár frá 1987-2008. Sigurbjörn var formaður Æskulýðsráðs Keflavíkurbæjar frá 1981 –1986 og hefur starfað í ýmsum nefndum og ráðum á vettvangi ungmennafélags- og íþróttahreyfingarinnar. Hann hefur m.a. hlotið silfurmerki UMFK, gullmerki UMFÍ og starfsbikar Keflavíkur árið 2004.