Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 5. maí 2004 kl. 11:31

FC Zürich gerir tilboð í Harald!

Samkvæmt heimasíðu Keflavíkur hefur FC Zürich gert liðinu tilboð um kaup á Haraldi Guðmundssyni og eru samningaviðræður hafnar milli félaganna. Allt er þó óljóst um framhald málsins, en það skýrist væntanlega á næstu dögum hvort af kaupunum verður eða ekki.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum að undanförnu hefur Haraldur, sem er varnarmaður, verið við æfingar hjá svissneska liðinu í nokkurn tíma.

Víst er að Keflavík lætur kappann ekki fara fyrir „slikk“ þar sem hann er liðinu afar mikilvægur fyrir átökin í Landsbankadeildinni í sumar.

Haraldur hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir frækna frammistöðu og hafa ýmis félög haft hann undir smásjá sinni síðustu mánuði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024