Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Farid Zato til liðs við botnlið Keflavíkur
Zato í leik með KR á síðustu leiktíð - mynd: visir.is
Föstudagur 17. júlí 2015 kl. 21:28

Farid Zato til liðs við botnlið Keflavíkur

Gerir samning út tímabilið

Farid Zato, sem leikið hefur með 3. deildar liði Kára það sem af er sumri, er genginn til lið s við Keflvíkinga. Það er mbl.is sem greinir frá.

Farid, sem er 23 ára landsliðsmaður Tógó í knattspyrnu, gerir samning við Keflavík út leiktíðina en Keflvíkingar freista þess að koma Zato styrki varnarleik liðsins. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Zato lék 16 leiki með KR á síðustu leiktíð og hefur auk þess leikið með HK og Víkingi Ólafsvík í meistaraflokki hér á landi.