Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fara Grindvíkingar í sumarfrí í kvöld?
Sverrir Sverrisson heldur dauðahaldi í tilveru Grindvíkinga í Íslandsmótinu
Fimmtudagur 26. mars 2015 kl. 12:28

Fara Grindvíkingar í sumarfrí í kvöld?

Njarðvík mætir Stjörnunni í Ljónagryfjunni

KR tekur á móti Grindavík og Njarðvík fær Stjörnuna í heimsókn í þriðju viðureignum liðanna í 8 liða úrslitum Domino´s deildar karla í kvöld.

Grindavík berst fyrir tilveru sinni á meðan KR ætlar að sópa þeim gulklæddu út úr Íslandsmótinu en staðan er 2-0 fyrir KR. Það er því að duga eða drepast fyrir Grindavík í DHL höllinni í kvöld.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Aðra sögu er að segja af rimmu Njarðvíkinga og Stjörnunnar en þar er staðan hnífjögn 1-1 og báðir leikir verið naglbítar fram á síðustu sókn.

Báðir leikir hefjast kl. 19:15